Núverandi og fyrrverandi nemendur í áfallastjórnun ásamt Víði Reynissyni, sviðsstjóra hjá Almannavörnum.
18. október 2023Námsbraut í hraðri sókn
Nemendur í áfallastjórnun við Háskólann á Bifröst sóttu í gær ráðstefnu Almannavarna – Hvers vegna erum við öll almannavarnir. Nemendurnir, bæði núverandi og fyrrverandi, mynduðu álitlegan hóp, sem endurspeglaði á skemmtilegan hátt þá góðu sókn sem er hjá þessari nýju námsbraut við Háskólann á Bifröst
Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra opnaði ráðstefnuna og að því loknu tóku frummælendur við með erindi sem voru hvert öðru áhugaverðara.
Júlía Sæmundsdóttir, félagsmálastjóri Múlaþings, fjallaði um áhrif stóráfalla á meðalstóra stjórnsýslu, Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna ræddi um hverjir séu mikilvægir innviðir og hverjir séu ómissandi og Theódór R. Gíslason, stofnandi og tæknistjóri Syndís fjallaði um stafrænar almannavarnir og hlutverk almennings vegna varna gegn netárásum og öryggisveikeikleikum, svo að dæmi séu tekin af áhugaverðum erindum ráðstefnunnar.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta