Myndin er af einni þeim fjölmörgu vörnum sem fóru fram á Missó á síðasta ári.

Myndin er af einni þeim fjölmörgu vörnum sem fóru fram á Missó á síðasta ári.

10. maí 2023

Misserisverkefni 2023

Eitt af aðalsmerkjum BA og BS náms við Háskólann á Bifröst eru misserisverkefni, eða Missó, sem nemendur vinna að í 4-6 manna hópum tvisvar sinnum á námsferli sínum.

Á meðal áhugaverðra rannsóknarefna má nefna áhrif uppsveiflu stýrivaxta Seðlabanka Íslands á greiðslubyrði lána sem tekin voru 2021, viðbrögð auglýsenda við því að útgáfu Fréttablaðsins var hætt, hvort z-kynslóðin eða eldri kynslóðir séu viljugri til að greiða meira fyrir vistvænar vörur og hvort þörf sé á löggjöf fyrir sýndarfé hvað skattframkvæmd varðar. 

Þá eru enn ónefnd fjölda verkefna, s.s. um menningartengd málefni og gervigreind - sem fræðast má nánar um hér.

Misserisverkefni eru hugsuð sem raunhæf verkefni og er áhersla lögð á að tengja verkefnin við raunverulegar áskoranir atvinnulífs og samfélags. Nemendur vinna skriflega greinargerð, sem þeir svo verja þegar misserisvarnir fara fram, en þá kynna þeir og verja verkefni sín fyrir sérstakri dómnefnd sem metur frammistöðu viðkomandi hóps til einkunnar.

Misserisvarnir fara fram í Háskólanum á Bifröst dagana 15., 16. og 17. maí næstkomandi. Þessar líflegu varnir eru öllum opnar og eru áhugasamir hvattir til að koma á Bifröst og skella sér á Missó einhvern þessara daga.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta