28. janúar 2022

Mind the Gap Please!

Háskólinn á Bifröst hefur á undanförnum misserum verið í samstarfi við rannsóknarmiðstöðvar og rannsakendur í skapandi greinum á Norðurlöndunum og á Eistlandi. Samstarfið spratt fram af umræðu sem átti stað um undirbúning að stofnun Rannsóknarseturs skapandi greina.

Háskólinn á Bifröst fékk stuðning frá Nordplus Horizontal sjóðnum til að koma þessu tengslaneti á en í því eru fulltrúar frá Telemarkt forskning í Noregi, Cupbore í Finnlandi, Kulturanalys Nord í Svíþjóð, Hróaskelduháskóla í Danmörku og Viljande Academy í Eistlandi.

Vinnusmiðjan fjallar um menningartölfræði og fer fram undir heitinu Mind The Gap Please! Skoðað verður hvernig tölfræði í skapandi greinum hefur þróast á Norðurlöndum og hvernig styrkja megi tölfræði sem safnað er af hagstofum Norðurlanda enn frekar.

Vinnusmiðjan hefst að morgni mánudagsins 31. janúar og stendur í tvo daga. Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, býður þátttakendur velkomna. Anna Hildur Hildibrandsdóttir, fagstjóri Skapandi greina, fjallar því næst um norrænt samstarf á skapandi sviðum og Erna Kaaber, verkefnastjóri vinnusmiðjunnar, stiklar á dagskrá hennar Að því búnu flytja síðan Sigurjón Sighvatsson, listamaður og kvikmyndaframleiðandi og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkítekturs, opnunarerindi sín.

Þessi fyrsti hluti vinnusmiðjunnar verður sendur út í opnu streymi

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta