Mikill fjöldi umsókna
Mikil aðsókn hefur einkennt umsóknartímabilið við Háskólann á Bifröst. Á það ekki hvað síst við um síðustu dagana áður en fresturinn rann út, en þá bárust hátt á sjötta hundrað umsóknir.
Enn er þó tekið við umsóknum á biðlista í margar af námslínum háskólanum. Á það aðallega við um námslínur í grunnnámi, s.s. viðskiptafræði, viðskiptalögfræði, opinbera stjórnsýslu og miðlun og almannatengsl. Umsækjendum verður tilkynnt hvort umsókn þeirra hafi verið samþykkt eftir 20. júní nk.
Á því er þó sú undantekning að umsóknum á biðlista vegna meistaranáms í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun eða áherslu á verkefnastjórnum verður svarað eftir 5. júlí 2024
Sú mikla aukning sem átt hefur sér stað í aðsókn við HB hefur jafnframt í för með sér að sumar námslínur eru þegar fullskipaðar og verður því ekki tekið við fleiri umsóknum vegna þeirra.
Þær námslínur sem eru lokaðar fyrir umsóknum eru eftirtaldar:
- Grunnnám í öryggisfræðum og almannavörnum
- Grunndiplóma og grunnnám í skapandi greinum
- Viðbótardiplóma og meistaranám í áfallastjórnun
- Meistaranám í menningarstjórnun
Þau sem vilja kynna sér þær námslínur sem eru enn opnar fyrir umsóknir eru hvött til að kynna sér málið í samskiptagátt HB undir Ný umsókn-námsleiðir. Þá veita verkefnastjórar á kennslusviði nánari upplýsingar ef óskað er.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta