13. apríl 2022

Menntun í samfélagslegri ábyrgð í forgrunni

Út er komin ný PRME skýrsla á vegum Háskólans á Bifröst. Skýrslan nær til árabilsins 2018-2021 og rekur með greinargóðum hætti þá starfsemi háskólans sem fellur undir PRME-samstarfið.

Sameinuðu þjóðirnar hafa frá árinu 2007 staðið fyrir alþjóðlegu átaki í samstarfi við menntastofnanir um heim allan um menntun ábyrga leiðtoga með tilliti til samfélagsábyrgðar og hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar.

PRME skammstöfunin stendur fyrir Viðmið um ábyrga stjórnunarmenntun, (e. Principles for Responsible Management Education) og gengur samstarfið út á að tvinna gildi og viðhorf sjálfbærrar þróunar og samfélgslegrara ábyrgðar saman við kennslu og starfsemi háskóla. 

Að sögn Lydíu Geirsdóttur, gæðastjóra, gerðist Háskólinn á Bifröst aðili að samstarfinu árið 2011, fyrstur íslenskra háskóla. „Hvert ár hefur gefið okkur tækifæri til laga stefnu okkar, viðhorf og atferli að kröfum PRME auk þess sem hver háskóladeild hefur lagað námskrá sína að kröfum samstarfsins um sjálfbærni og aukna samfélagsábyrgð. Í skýrslunni er fjallað með greinargóðum hætti um þann ánægjulega árangur sem náðst hefur á þessu mikilvæga sviði skólastarfsins.“
 

Sjá PRME SIP Reports Háskólans á Bifröst

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta