Máttur kvenna – umsóknarfrestur að renna út 5. janúar 2021

Máttur kvenna – umsóknarfrestur að renna út

Nú fer hver að vera síðastur að skrá sig í símenntunina Máttur kvenna við Háskólann á Bifröst en umsóknarfrestur rennur út 8. janúar.

Máttur kvenna er 11 vikna nám fyrir konur sem vilja öðlast þekkingu og færni í rekstri fyrirtækja. Kennsla fer fram í fjarnámi og geta nemendur hlustað á fyrirlestra á netinu og unnið verkefnin þegar þeim hentar en auk fjarkennslunnar eru í náminu vinnulotur þar sem áhersla er lögð á hópvinnu. Verkefnastjóri er Sirrý Arnardóttir sem verið hefur með vinsæl námskeið í Mætti kvenna um árabil. 

Skipulag námsins er í ár með örlítið breyttu sniði en nú er aukin áhersla á hagnýtingu námsins og fræðsla um nýsköpun og frumkvöðlastarf fær aukið vægi. Sem fyrr skipar þó vinsælt námskeið Sirrýjar um framsækni og tjáningu veglegan sess í náminu.

Helga Ósk Hannesdóttir er ein þeirra fjölmörgu kvenna sem lokið hefur náminu Máttur kvenna. Að hennar mati stendur upp úr að hafa kynnst í náminu dugmiklum konum á öllum aldri, með ólíka menntun og reynsluFyrir þær sem eru að hugsa um að taka námskeiðið Máttur kvenna vil ég bara að segja að þetta er frábært tækifæri fyrir konur með viðskiptahugmynd eða þær sem eru nú þegar í viðskiptarekstri til þess að styrkja sig enn frekar,“ sagði Helga í viðtali að náminu loknu.

Engar forkröfur um fyrra nám eru gerðar til þeirra sem skrá sig í námið en skráning fer fram gegnum umsóknavef skólans og er þátttökugjaldið 195.000.

Kynntu þér málið á heimasíðu skólans.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta