María Kristín Gylfadóttir, nýráðinn verkefnastjóri hjá Háskólanum á Bifröst.
4. október 2021María Kristín Gylfadóttir ráðin verkefnastjóri vegna rannsóknaseturs skapandi greina
María Kristín Gylfadóttir hefur verið ráðin að Háskólanum á Bifröst sem verkefnastjóri. Um nýtt starf er að ræða við háskólann sem verður helgað undirbúningi fyrir stofnun Rannsóknarseturs skapandi greina.
María hefur starfað í meira en 20 ár við menntun, menningu, nýsköpun og rannsóknartengd verkefni.
María starfaði um fimmtán ára skeið, eða frá 2003-2018, fyrir menntaáætlanir ESB, fyrst Leonardo da Vinci starfsmenntaáætlunina og síðar Erasmus+ menntaáætlun sambandsins. Þá tók hún þátt í uppbyggingu Landskrifstofu Erasmus+ hjá Rannís og var fyrsti daglegi stjórnandi skrifstofunnar.
Þá var hún á árunum 2009-2013 útsendur sérfræðingur íslenskra stjórnvalda hjá framkvæmdastjórn ESB í Brussel. Þar starfaði hún fyrst við mótun nýsköpunarstefnu sambandsins og síðar við stefnumótun í háskólamálum.
Frá árinu 2018 rak María svo eigið ráðgjafarfyrirtæki, NORTH Consulting, sem sérhæfir sig í stuðningi við sprotafyrirtæki og aðila í menntun, menningu og rannsóknum vegna samskipta við styrktarsjóði, stefnumótunar, breytingastjórnunar, þróunar námsefnis og þjálfunar í frumkvöðlafræðum.
þess má svo geta að María var menningarfulltrúi Sendiráðs Íslands í Washington DC á árunum 1999-2000 og leiddi m.a. Landafundaverkefni sendiráðsins. Hún tók einnig þátt í uppbyggingu MBA náms við Háskólann í Reykjavík og kenndi Evrópufræði við sama skóla á árunum 2000-2003.
María er með meistaragráðu í Evrópufræðum frá Georgetown háskóla í Washington DC og MBA gráðu í rekstrarhagfræði frá Háskóla Íslands.
Sjá frétt um stofnun Rannsóknaseturs skapandi greina við Háskólann á Bifröst
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta