14. desember 2021
Margrét Vagnsdóttir nýr fjármálastjóri
Margrét Vagnsdóttir hefur verið ráðin fjármála- og rekstrarstjóri við Háskólann á Bifröst. Hún mun taka við stöðunni þann 1. janúar nk. af Hafsteini Sæmundssyni, sem gegnt hefur stöðunni frá árinu 2015.
Margrét er með meistaragráðu í lögum frá Háskólanum á Bifröst. Hún útskrifaðist sem viðurkenndur bókari á árinu 2001 og er stofnfélagi í Félagi viðurkenndra bókara.
Margrét hefur víðtæka reynslu á sviði bókhalds og uppgjöra. Hún hefur starfað við háskólann undanfarin tæp níu ár, þar af á fjármálasviði í 5 ár. Áður starfaði Margrét sem m.a. aðalbókari og launafulltrúi hjá Securitas, á endurskoðunarskrifstofum, hjá Búnaðarsambandi Vesturlands við rekstrarráðgjöf og sem fulltrúi hjá Sýslumanninum í Búðardal.
Margrét hefur víðtæka reynslu á sviði bókhalds og uppgjöra. Hún hefur starfað við háskólann undanfarin tæp níu ár, þar af á fjármálasviði í 5 ár. Áður starfaði Margrét sem m.a. aðalbókari og launafulltrúi hjá Securitas, á endurskoðunarskrifstofum, hjá Búnaðarsambandi Vesturlands við rekstrarráðgjöf og sem fulltrúi hjá Sýslumanninum í Búðardal.
Margrét hefur tekið virkan þátt í samfélagsverkefnum og gegnt leiðtogahlutverkum á því sviði. Hún var formaður Rauða krossins í Borgarfirði og sat í landstjórn félagsins; hún er félagi í Rótarýklúbbi Borgarness, er formaður umhverfis- og landbúnaðarnefndar Borgarbyggðar og á sæti í stjórn Hollvinasjóðs Bifrastar.
Margrét sem er fædd og uppalin í Bolungarvík og hefur hún búið í Borgarbyggð undanfarin 15 ár.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta