24. október 2022

Málstofa um áfallastjórnun stjórnvalda í COVID-19

Skýrsla nefndar sem skipuð var til að greina áfallastjórnun íslenskra stjórnvalda í Covid-19 faraldrinum birtir niðurstöður sínar á morgun, þriðjudaginn 25. október.

Niðurstöðurnar verða jafnframt kynntar á málstofu sem fram fer í Norræna húsinu á morgun, kl. 14:30 í beinu streymi.

Nefndin var skipuð af forsætisráðherra 2. september 2021 en í henni sátu Ásthildur Elva Bernharðsdóttir, dósent við Háskólann á Bifröst, sem var formaður, Guðný Björk Eydal, prófessor við Háskóla Íslands, og Trausti Fannar Valsson, dósent við Háskóla Íslands. 

Nefndinni var samkvæmt skipunarbréfi falið að greina áfallastjórnun stjórnvalda vegna faraldursins, s.s. hvernig undirbúningi stjórnvalda fyrir áföll af þessum toga var háttað, hverng staðið var að ákvarðanatöku vegna faraldursins og hvort og hvernig reynsla af aðgerðum var nýtt til aðlögunar stefnu og áætlunargerðar.

Þá var nefndinni falið að draga þann lærdóm af viðbúnaði og viðbrögðum stjórnvalda sem nýta megi til stefnumótunar vegna annarra áfalla í framtíðinni og fjalla um helstu samfélagslegu áhrif faraldursins.

Þau sem áhuga hafa á að fylgjast með málstofunni í beinu streymi geta gert það hér.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta