Magnaður hátíðarkvöldverður meistaranema
Hátíðarkvöldverður meistaranema fór fram sl. föstudagskvöld með miklum glæsibrag. Heiðursgestur kvöldsins var frumkvöðullinn og Borgnesingurinn Magnús Scheving.
Hátíðarkvölderðurinn hófst í Kringlunni í gömlu skólabyggingunni á Bifröst. Margrét Jónasdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, bauð hátíðargesti velkomna og fordrykkur var reiddur fram.
Að fordrykk loknum var sest að þriggja rétta glæsikvöldverði á Hótel Bifröst. Heiðursgestur kvöldsins, Magnús Scheving, flutti eldheita hvatningaræðu þar sem hann hvatti alla frumkvöðla til að hugsa út fyrir kassann og láta slag standa.
Leynigestur kvöldsins reyndist síðan enginn annar en Ísólfur Gylfi Pálmason og tók þessi eldheiti Bifrestingur og fyrrverandi alþingismaður skólasönginn Traustur vinur, með miklum stæl.
Nálgast má svipmyndir frá kvöldinu á FB-síðu Háskólans á Bifröst á hlekk hér fyrir neðan.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta