Mæting góð á nýnemdeginum 21. ágúst 2023

Mæting góð á nýnemdeginum

Frábær stemning var á nýnemadegi Háskólans á Bifröst sem fór fram fyrir fullum sal í Grósku sl. föstudag. 

Þá sótti að auki umtalsverður fjöldi nýnemakynninguna á Teams og er því óhætt að segja mætingu mjög góða á þessa árvissu kynningu á vegum háskólans.

Þegar kynningu starfsmanna háskólans var lokið tók Nemendafélag Háskólans á Bifröst við kyndlinum og kynnti starfsemi sína.

Jafnframt bauðst þeim sem voru á staðnum að festa kaup á nýrri Bifrastarpeysu nemendaféalgsins. Áhugasömum er bent á að hafa samband á nemendafelag@bifrost.is.