Frá vinnustofu verkefnisins hér á landi síðla sumars 2022.

Frá vinnustofu verkefnisins hér á landi síðla sumars 2022.

24. janúar 2024

Lost Millennials verkefninu lokið

Að rannsóknaverkefninu Lost Millennials loknu hefur sprottið fram fjölþjóðlegt samstarfsnet rannsakenda sem leita leiða til að styðja við ungt fólk sem er án vinnu og menntunar

Rannsóknarverkefnið Lost Millennials – Transnational research network for the evaluation of initiatives targeting 25+NEETs lauk nú í ársbyrjun 2024, en það hóf göngu sína fyrir ríflega tveimur árum eða í nóvember 2021.

Að verkefninu stóð samstarfsnet 13 stofnana víðs vegar í Evrópu, með það að markmiði að auka þekkingu á því hvernig styðja megi með raunhæfum hætti við atvinnuþátttöku, menntun og starfsþjálfun 25+ NEETs hópsins. NEETs er alþjóðleg skammstöfun fyrir fólk á aldrinum 18 til 29 ára sem ekki er ekki námi og er án atvinnu eða þjálfunar.

Í þessu rannsóknarverkefni var jafnframt horft sérstaklega til þess hluta hópsins sem er 25 ára og eldri (25+ NEETs). Einnig var lagt upp með að þróa samhæfðar aðferðir til þess að gera hagaðilum kleift að meta áhrif stuðningsaðgerða og stefnumörkunar.

Helstu niðurstöður voru kynntar á lokaráðstefnu verkefnisins sem haldin var í Brussel, 28. nóvember sl., ásamt ráðleggingum til stjórnvalda um stefnumótun í málaflokknum. Ráðstefnan var sótt af rannsakendum, sérfræðingum í stefnumótun og fagfólki.

Hringborðsumræður lokaráðstefnunnar sköpuðu því vettvang þar sem sérfræðingar víðsvegar að úr Evrópu komu saman og ræddu áskoranir og mögulegar lausnir til að styðja ungt fólk í viðkvæmri stöðu og móta aðferðir til að meta árangur stefnumótunar á sviði æskulýðsmála.

Einn meginávinningur verkefnisins er að byggst hefur upp þverþjóðlegt net vísindamanna um að deila þekkingu og skipuleggja viðburði og standa að samvinnu í rannsóknum. Innan verkefnisins hefur farið fram þjálfun í aðferðafræði við mat á áhrifum verkefna og staðið hefur verið fyrir röð fræðsluviðburða á netinu þar sem saman komu vísindamenn og sérfræðingar víðsvegar að. Nálgast má upptökur af netviðburðum á YouTube rásinni Lost Millennials.

Nánari upplýsingar um verkefnið og tengiliði þess

Lost Millennials á YouTube

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta