18. mars 2024

Lost in Space

Lost in Space: A Framework Analysis on the Space Sector in Iceland nefnist nýbirt grein sem Magnús Skjöld, dósent og Bjarni Már Magnússon, deildarforseti lagadeildar eru meðhöfundar að.

Greinin birtist í vefútgáfu tímaritsins New Space þann 8. mars sl. Aðrir sem komu að ritun greinarinnar eru Danille Elizabeth Beauchemin, Helene Kroell og Juan José Colorado Valencia. 

Í greininni er íslenski geimgeirinn kortlagður, en auk þess sem stefna stjórnvalda er tekin saman í þessum efnum, eru tengsl landsins skoðuð í sögulegu samhengi við geimiðnaðinn eða allt frá því að NASA stóð fyrir þjálfun fyrstu geimfara til tunglsins á hálendi Íslands á 7. áratugnum, að stöðu landsins sem hliðstæðu við Mars á 21. öldinni. 

Einnig er í greininni sýnt fram á, að Ísland uppfyllir skilyrði fullrar aðildar að Evrópsku geimvísindastofnuninni, ESA. Þá eru settar fram þrjár mögulegar sviðsmyndir fyrir þróun málaflokksins hér á landi til framtíðar litið eða (1) óbreytt staða, þ.e. stjórnvöld sýna málaflokknum áframhaldandi áhuga- og afskiptaleysi og án aðildar landsins að ESA; (2) full aðild að ESA, sem myndi styrkja núverandi atvinnustarfsemi á þessu sviði og efla varðandi nýsköpun og frekari uppbyggingu upp að einhverju marki, en án þess þó að stjórnvöld marki þessari atvinnustarfsemi stefnu og (3) unnið er að framkvæmd metnaðarfullrar geimáætlunar undir forystu og með stuðningi stjórnvalda við geimvísindalegar rannsóknir innan íslenska vísinda- og fræðasamfélagsins og með áherslu á þá styrkleika sem þar eru nú þegar til staðar.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta