
Leitum að öflugum einstaklingi í starf rannsóknafulltrúa
Hlutverk rannsóknafulltrúa er m.a. að veita fræðafólki og rannsóknaverkefnum háskólans stuðning og faglega aðstoð s.s. við þróun og utanumhald umsókna um rannsóknastyrki. Viðkomandi þarf að búa yfir góðri skipulagshæfni, yfirsýn og áhuga á rannsóknastarfi í nútímalegu og sveigjanlegu umhverfi. Starfið felur í sér náið samstarf við akademískt starfsfólk, stjórnsýslu og innlenda og erlenda samstarfsaðila og veitir kjörið tækifæri til að taka virkan þátt í uppbyggingu og framþróun rannsókna innan háskólans.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með rannsóknaverkefnum, þar á meðal skýrslugerð og samvinna á milli rannsakenda og stoðþjónustu.
- Skipulagning vinnustofa, málstofa og viðburða sem tengjast rannsóknum.
- Öflun og umsýsla gagna er varðar rannsóknavirkni / rannsóknastarfsemi og árangur.
- Skjölun á rannsókna- og nýsköpunarstarfsemi háskólans, reglum og stefnum.
- Aðstoða kennara og fræðimenn með ársskýrslur varðandi rannsóknir og önnur rannsóknatengd verkefni.
- Aðkoma að kynningum á rannsóknastarfi háskólans á heimasíðu háskólans, í rannsóknaupplýsingakerfinu (IRIS) og á rannsókna-/nýsköpunarviðburðum.
- Umsjón með innri og ytri rannsóknastyrkjum og tengdum umsóknarferlum.
- Aðstoð við áætlanagerð rannsóknaverkefna, gerð fjárhagsáætlana og undirbúning styrkumsókna.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meistaranám í viðeigandi fræðigreinum (t.d. stjórnsýslu, félagsvísindum eða hugvísindum). Doktorsgráða er kostur.
- Reynsla af rannsóknastjórnun, verkefnastjórnun eða gerð styrkumsókna er æskileg.
- Reynsla af rannsóknum og alþjóðlegum verkefnum er æskileg.
- Mjög góð skipulags- og samskiptahæfni.
- Sjálfstæð vinnubrögð og hæfni til að vinna í teymi.
- Góð íslensku og ensku kunnátta bæði í ræðu og riti.
Umsóknarfrestur er til og með 1. júní 2025 og skulu umsóknir berast í gegnum Alfred.is.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta