Leiðtogar framtíðarinnar 18. nóvember 2021

Leiðtogar framtíðarinnar

Þetta semmtilega pop-up studíó skaut skyndilega upp kollinum á Bifröst í gær. Tilgangurinn var að taka viðtöl við nemendur í nýju stjórnendanámi sem er samstarfsverkefni Háskólans á Bifröst og Samkaupa.
Yfirskrift námsins er Forysta til framtíðar og er liður framsækinni í menntastefnu Samkaupa.

Lögð er áhersla á tengingu við störf verslunarstjóra og stjórnenda dagvöruverslana, með það að markmiði að veita verslunarstjórum tækifæri til að styrkja þekkingu sína og færni í starfi. Þá þjálfa nemendur leiðtogahæfni sína í tengslum við raunveruleg verkefni tengdum starfi þeirra.

Námið er 12 ECTS einingar við útskrift sem fást metnar inn í annað háskólanám. Námstími er níu mánuðir að lengd.

Samkaup hlaut Menntasprotann 2020 fyrir nýsköpun í mennta og fræðslumálum í atvinnulífinu.

Tengd umfjöllun

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta