Stjórnendanám Samkaupa við Háskólann á Bifröst 2. júní 2021

Stjórnendanám Samkaupa við Háskólann á Bifröst

Nýtt stjórnendanám Samkaupa, sérstaklega ætlað verslunarstjórum, hófst við Háskólann á Bifröst í maí. Yfirskrift námsins er Forysta til framtíðar og er það samstarfsverkefni Samkaupa og Háskólans á Bifröst. Á fyrsta kennsludeginum undirrituðu Margrét Jónsdóttir Njarðvík og Gunnur Líf Gunnarsdóttir samstarfssamning vegna námsins.

„Við erum ótrúlega spennt að hefja þetta samstarf með Háskólanum á Bifröst. Samkaup er með framsækna menntastefnu og leggur mikla áherslu á að styðja starfsfólk sitt áfram til frekari starfsþróunar. Eitt af meginmarkmiðum fyrirtækisins er að starfsmenn fái tækifæri til að stunda nám samhliða vinnu, en það opnar einmitt á tækifæri til þróunar í starfi,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Samkaupum.

Í náminu er lögð áhersla á tengingu við störf verslunarstjóra og stjórnenda dagvöruverslana en markmiðið er að veita verslunarstjórum tækifæri til að styrkja þekkingu sína og færni  og nýta áfram í starfi. Í stjórnendanáminu fá nemendur að þjálfa leiðtogahæfni sína í tengslum við raunveruleg verkefni sem tengd er starfi þeirra. Námið er vottað af Háskólanum á Bifröst og fá nemendur 12ECT einingar við útskrift en þær er hægt að fá metnar inn í annað háskólanám. Námið stendur yfir í níu mánuði.

„Stjórnendanámið er skemmtilegt og spennandi viðbót við þær námsleiðir sem við bjóðum starfsfólki okkar upp á. Námið er hugsað sem enn eitt skref í að styrkja mannauð Samkaupa og liður í því að efla menntunarstig starfsfólks okkar til framtíðar,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri mannauðsmála hjá Samkaupum.

Samkaup hlaut Menntasprotann 2020 fyrir nýsköpun í mennta og fræðslumálum í atvinnulífinu, en fyrirtækið leggur ríka áherslu fræðslu- og menntamál. Samkaup býður fólki meðal annars upp á að fara í raunfærnimat í atvinnulífinu, þaðan er vegurinn fær áfram í fagnám í verslun og þjónustu, að ljúka stúdentsprófi, að fara í stjórnendanám Samkaupa, svo áfram í diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun og BS í viðskiptafræði. Samkaup á og rekur yfir 60 verslanir víðsvegar um landið undir vörumerkjunum Nettó, Iceland, Kjörbúð og Krambúð. Hjá fyrirtækinu starfa um 1400 starfsmenn.

Háskólinn á Bifröst fagnar samstarfinu við Samkaup.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta