Frá útskriftinni úr Forystu til framtíðar.

Frá útskriftinni úr Forystu til framtíðar.

13. júní 2023

Leiðtoganám Samkaupa

Föstudaginn 12. maí útskrifuðust átta nemendur úr leiðtoganáminu Forysta til framtíðar. Námsleiðin er samstarfsverkefni Samkaupa og Háskólans á Bifröst og er hún sérsniðin fyrir verslunarsstjóra Samkaupa. Námið er 12 ECTS einingar og samanstendur af fjórum námskeiðum sem hvert veitir 3ECTS einingar. Í hverju námskeiði koma þátttakendur á staðlotu á Bifröst.

Markmið námsins er að veita starfsfólki Samkaupa tækifæri til að þróast sem leiðtogar með því að byggja upp forystufærni þeirra og þekkingu á stjórnun verslana. Samkaup leggur mikinn metnað í að veita starfsfólki tækifæri til menntunar, en auk samstarfs við Háskólans á Bifröst er Samkaup einnig í samstarfi við Verslunarskóla Íslands um fagnám verslunar og þjónustu. Samkaup hlaut Menntaverðlaun atvinnulífsins árið 2022, en verðlaunin eru veitt árlega því fyrirtæki sem þykir skara fram úr í fræðslumálum.

Útskriftin fór fram við hátíðlega athöfn í Grósku á leiðtogadegi Samkaupa. Guðni Hannes Estherarson flutti útskriftarræðu nemenda og Stefan Wendt, deildarforseti Viðskiptadeildar flutti ávarp fyrir hönd Háskólans á Bifröst.  

Lesa má ávarp Guðna á heimasíðu Samkaupa: Betri stjórn­endur með betri sam­skiptum | Samkaup

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta