Frá útskriftinni úr Forystu til framtíðar.
13. júní 2023Leiðtoganám Samkaupa
Föstudaginn 12. maí útskrifuðust átta nemendur úr leiðtoganáminu Forysta til framtíðar. Námsleiðin er samstarfsverkefni Samkaupa og Háskólans á Bifröst og er hún sérsniðin fyrir verslunarsstjóra Samkaupa. Námið er 12 ECTS einingar og samanstendur af fjórum námskeiðum sem hvert veitir 3ECTS einingar. Í hverju námskeiði koma þátttakendur á staðlotu á Bifröst.
Markmið námsins er að veita starfsfólki Samkaupa tækifæri til að þróast sem leiðtogar með því að byggja upp forystufærni þeirra og þekkingu á stjórnun verslana. Samkaup leggur mikinn metnað í að veita starfsfólki tækifæri til menntunar, en auk samstarfs við Háskólans á Bifröst er Samkaup einnig í samstarfi við Verslunarskóla Íslands um fagnám verslunar og þjónustu. Samkaup hlaut Menntaverðlaun atvinnulífsins árið 2022, en verðlaunin eru veitt árlega því fyrirtæki sem þykir skara fram úr í fræðslumálum.
Útskriftin fór fram við hátíðlega athöfn í Grósku á leiðtogadegi Samkaupa. Guðni Hannes Estherarson flutti útskriftarræðu nemenda og Stefan Wendt, deildarforseti Viðskiptadeildar flutti ávarp fyrir hönd Háskólans á Bifröst.
Lesa má ávarp Guðna á heimasíðu Samkaupa: Betri stjórnendur með betri samskiptum | Samkaup
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta