Fulltrúar NFHB á LÍS þinginu voru (f.v.) Kristín Ósk Wiium, varaforseti, Hlynur Finnbogason, forseti, Halldór Kjartan Þorsteinsson, hagsmunafulltrúi og Embla Líf Hallsdóttir, fulltrúi í landsþingsnefnd ásamt Skúla Gautasyni, einum af fundarstjórum þingsins.
13. mars 2024Landsþing hjá LÍS
Liðlega 50 fulltrúar fjölmenntu á landsþing Landssamtaka íslenskra stúdenta, LÍS, nú um helgina, sem fór að þessu sinni fram í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Auk þess sem kosið var í framkvæmdastjórn, fjölluðu þingfulltrúar m.a.a um fjölskyldustefnu og gæða- og jafnréttisstefnu samtakanna ásamt ályktunum þingsins.
Yfirskrift landsþingsins var Tilgangur háskólamenntunar og voru flutt fjögur lykilerindi sem fjölluðu út frá sínu sjónarhorni hvert um þema þingsins.
Erindin fluttu Skúli Skúlason, prófessor og fyrrverandi rektor Háskólans á Hólum, Hulda Birna Kjærnsted Baldursdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum iðnaðarins, Einar Hreinsson, konrektor MR og Aðalheiður Jónsdóttir, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs RANNÍS.
Nálgast má frekari upplýsingar og ljósmyndir frá landsþinginu hér.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta