
Kynntu sér fjarnám og stafrænar lausnir við Universidade Aberta í Lissabon
Hlynur Finnbogason prófstjóri og Dr. Erlendur Jónsson, dósent við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, tóku þátt í starfsþjálfunarviku Erasmus+ við Universidade Aberta í Lissabon fyrr í sumar. Markmið heimsóknarinnar var að kynnast starfsemi háskólans, öðlast innsýn í skipulag fjarnáms og efla tengsl við starfsfólk annarra háskóla til að styðja við aukið alþjóðlegt samstarf.
Universidade Aberta er fjarnáms-háskóli í Portúgal og jafnframt sá eini í landinu sem sérhæfir sig alfarið í fjarnámi. Háskólinn var stofnaður árið 1988 og þjónustar nú um 16.000 nemendur, bæði í Portúgal og í ýmsum portúgölsku-mælandi löndum víðs vegar um heiminn.
Námið skiptist í fjórar megindeildir: félagsvísindi- og stjórnmál, list- og hugvísindi, menntun- og tungumál og vísindi- og tækni. Þær náms-leiðir sem í boði eru á grunn-, meistara- og doktorsstigi.
Á starfsþjálfunarvikunni var lögð áhersla á að kynna starfsemi og kennslufræði Universidade Aberta, sem byggir á opinni, sveigjanlegri menntun með áherslu á aðgengi og gæði.
Sérstaklega var fjallað um hvernig háskólinn nýtir stafrænar lausnir til að stuðla að gagnvirkni, samvinnu og reglulegu námsmati. Þá var kynnt hvernig tryggt er áreiðanlegt námsmat á netinu með öruggum prófakerfum og tæknilegum stuðningi. Í fyrirlestrum um staf-ræna umbreytingu var rætt um nýtingu tæknilausna til ný-sköpunar og samfélagslegrar ábyrgðar, auk mikilvægi þess að móta heildstæða stefnu þar sem kennsla, þjónusta og tæknilausnir vinna saman að bættum gæðum. Að lokum var fjallað um örnám (micro-credentials) sem nýjan möguleika í símenntun og hæfni-þróun.
Universidade Aberta leggur ríka áherslu á alþjóðlegt samstarf og þátttaka í Erasmus+ er mikilvægur liður í þeirri vegferð. „Ferðin gaf okkur góða yfirsýn yfir skipulag og starfsemi háskólans og skapaði dýrmæt tækifæri til að efla tengslanet og víkka sjóndeildar-hringinn,“ segja Hlynur og Erlendur. „Það var sérstaklega gagnlegt að sjá hvernig háskóli alfarið tileinkaður fjarnámi vinnur að þróun kennsluhátta og nýtingu stafrænna lausna. Við komum heim með nýjar hugmyndir og sterkari tengsl til framtíðar.”
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta