Krossgötur - taktu stjórn á lífinu
Þetta óhefðbundna námskeið er sniðið fyrir þá sem standa á krossgötum í lífinu. Leiðbeinendur í námskeiðinu hafa m.a. hamingjufræði og skapandi hugsun til grundvallar og deila hagnýtum aðferðum með það að markmiði að valdefla þátttakendur til að vera við stjórnvölinn í eigin lífi í stað þess að berast með straumnum.
Auk þess læra þátttakendur að nýta sér yoga, hugleiðslu og núvitund með markvissum hætti.
Námskeiðið er kennt í fjarnámi og kennslukerfi skólans er nýtt í kennslunni. Námskeiðið stendur yfir í sex vikur. Þátttakendur tileinka sér efni námskeiðsins á eigin hraða. Í sex vikur koma inn 4-5 innlegg á viku. Mælt er með því að hlusta á eitt innlegg á dag þá daga sem þau birtast.
Markmið námsins er að:
- kynnast hagnýtum aðferðum til að takast á við breytingar í lífi og starfi, m.a. hugleiðslu, yoga, skapandi hugsun og stefnumótandi aðgerðum
- öðlast þekkingu á þeim rannsóknum sem búa að baki sjálfseflandi aðgerðum
- skilja mikilvægi tengsla líkama, huga og andlegrar vellíðunar
- öðlast skilning á fjármálahegðun og setja sér fjárhagsleg markmið til framtíðar
Umsjónarkennarar námskeiðsins eru dr. Magnús Skjöld og Edda Jónsdóttir. Þátttakendur geta tekið námskeiðið til 6 ECTS eininga, og þá vinna þeir lokaverkefni. Þeir sem ætla að taka námskeiðið til eininga þurfa að uppfylla aðgangsviðmið fyrir grunnnám Háskólans á Bifröst, sem er stúdentspróf eða aðfaranám fyrir háskóla. Allir geta tekið námskeiðið án eininga.
Umsóknarfrestur er til 16. desember 2022
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta