13. september 2022

Kortavelta erlendra ferðamanna aldrei meiri

Greiðslukortavelta í ágúst sl. nam í heild sinni rúmum 125,2 milljörðum kr. og hafði þá aukist um tæp 24% á milli ára á breytilegu verðlagi.

Kortavelta erlendra ferðamanna í ágúst sl. nam 37,9 milljörðum kr. og hefur aldrei mælst hærri hér á landi. Veltan jókst um 7,3% á milli mánaða og 56,8% á milli ára. Þá nám hlutfall erlendrar kortaveltu af heildarkortaveltu hér á landi í ágúst 30,3% sem er áþekkt kortaveltunni í ágúst 2019, en þá mældist þetta hlutfall 30,6%.

Ferðamenn frá Bandaríkjunum áttu 39% af erlendu kortaveltunni í ágúst, Þjóðverjar komu næstir með 9,3% og svo Ítalir með 7,9%.

Í ágúst sl. nam heildarkortavelta Íslendinga hér á landi 87,3 milljörðum kr. og hafði þá aukist um 13,5% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Á sama tíma nam innlenda kortaveltan í verslun 44,8 milljörðum kr. sem er 5,33% meira en á sama tíma í fyrra. Hlutur þjónustu í innlendu veltunni nam 42,4 milljörðum kr. sem jafngildir tæplega 24% aukningu á milli ára.

Þá heldur netverslun að sögn rannsóknasetursins áfram að aukast. Í ágúst sl. nam innlenda kortaveltan á þessu sviði 3,3 milljörðum kr. og nam aukningin rúmum 20% á milli ára. Netverslun í  matvöruverslunum jókst mest. Í flokknum "Stórmarkaðir og dagvöruverslanir" nam aukningin tæpum 40% miðað við sama tímabil í fyrra.

Þess ma svo geta að heildarvelta innlendra greiðslukorta í verslunum og þjónustu erlendis nam rúmum 25,4 milljörðum kr. í júlí sl. og hefur ekki verið hærri að nafnvirði frá upphafi mælinga, árið 1997. Jókst veltant um rúma 10 milljarða kr. frá fyrra ári.

Sjá frétt á vef Rannsóknaseturs verslunarinnar

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta