Konur, elítismi og menningarpólitík til umræðu 24. apríl 2017

Konur, elítismi og menningarpólitík til umræðu

Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir, forseti félagsvísindadeildar við Háskólann á Bifröst, hlaut styrk til eins árs rannsóknarstarfa við Oxford-háskóla og hefur því verið búsett þar í borg í vetur og verður út þetta skólaár. Um er að ræða styrk (individual fellowship) úr Marie Sklodowska-Curie áætlun Evrópusambandsins og starfar Sigrún Lilja við tónlistardeild háskólans.

Rannsóknarverkefni hennar snýr að tónlistarhefð og tónlistarstarfi innan veggja háskólans með sérstakri áherslu á sögu, hefðir og menningarpólitísk álitamál.

„Þrátt fyrir aukinn sýnileika kvenna hafa þær enn þann dag í dag ekki sömu tækifæri og karlmenn hvað varðar aðgengi að tónlistarþjálfun og tækifærum til að syngja opinberlega við messur og athafnir. Jafnframt er ansi margt sem gefur til kynna að nemendahópur sá sem hefur kost á því að fá svokallaða kórstyrki (choral scholarships) sé ansi einsleitur hópur nemenda úr einkaskólum,“ segir Sigrún Lilja um helstu niðurstöður rannsóknar sinnar hingað til.

Dr. Sigrún Lilja mun halda erindi um rannsóknarverkefni sitt í Háskóla Íslands undir heitinu; Konur, elítismi og menningarpólitík í kórastarfi innan Oxfordháskóla, á morgun, þriðjudaginn 25. apríl klukkan 12 í Odda 101.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta