Komdu þér á framfæri 3. janúar 2023

Komdu þér á framfæri

Frábært námskeið hjá Endurmenntun Háskólans á Bifröst sem er sérsniðið að þörfum þeirra sem vilja koma hugmynd sinni, vöru eða þjónustu á framfæri með árangursríkum hætti.

Þátttakendur læra að nýta samfélagsmiðla og hefðbundna fjölmiðla í kynningarmálum ásamt því að útbúa eigið markaðsefni. Mikið er lagt upp úr hagnýtri kennslu á starfrænni markaðssetningu. Þá fá nemendur leiðsögn í öruggri tjáningu, hvernig eigið markaðsefni er búið til á ýmsu formi og komið á framfæri við réttu markhópana.

Við lok námskeiðs hafa nemendur útbúið vídeókynningu á fyrirtæki sínu eða hugmynd og verið í fréttaviðtali um það. Nemendur fá upptökur sínar til eignar og geta nýtt þær sem kynningarefni.

Námskeiðið er blanda af staðnámi og fjarnámi og er opið öllum. Kynningarfundur verður í Reykjavík fimmtudaginn 26. janúar kl. 17:00. Kennarar námskeiðs eru Sirrý Arnardóttir, Jón Freyr Jóhannesson og Atli Björgvinsson.

Umsóknarfrestur er til 12. janúar 2023

Sjá vefkynningu á námskeiðinu

Skráning og nánari upplýsingar á vef Endurmennunar Háskólans á Bifröst á bifrost.is/endurmenntun.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta