5. desember 2023
Jólagjöfin í ár er samvera
Jólagjöfin í ár eru samsverustundir, samkvæmt niðurstöðum Rannsóknaseturs verslunarinnar (RVS), en rannsóknasetrið hefur kannað hug landsmanna í þessum efnum allt frá árinu 2006. Það ár var ávaxta- og grænmetispressa jólagjöf ársins.
RSV gerði könnun á meðal Íslendinga þar sem spurt var hvað fólk langar mest í jólagjöf og hafa samverustundir og/eða upplifanir verið eftirsóttur valkostur.
Sjö manna jólanefnd skipuð af RSV kom svo saman í síðustu viku og komst að þeirri niðurstöðu að samverustundir átti vel við tíðarandann í íslensku samfélagi í dag.
Þá geta samverustundir þýtt svo margt, s.s. gjafabréf í bíó eða gjafabréf út að borða eða jafnvel klukkutíma tiltektarheimsókn til afa og ömmu. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá snúast kannski einmitt mest um þetta, að eiga góða stund saman með þeim sem manni kærir.
Til gamans má svo rifja upp jólagjafir fyrri ára:
2023 Samverustundir
2022 Íslenskar bækur og spil
2021 Jogginggalli
2015 Þráðlausir hátalarar eða heyrnartól
2014 Nytjalist
2013 Lífstílsbók
2012 Íslensk tónlist
2011 Spjaldtölva
2010 Íslensk lopapeysa
2009 Jákvæð upplifun
2008 Íslensk hönnun
2007 GPS staðsetningatæki
2006 Ávaxta- og grænmetispressa
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta