Ingibjörg Þorsteinsdóttir, fyrrum deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, hefur verið skipuð dómari við Landsrétt. Dómsmálaráðherra lagði tillöguna fyrir forseta Íslands og tekur skipunin gildi í dag, þann 12. janúar 2026.
13. janúar 2026Ingibjörg Þorsteinsdóttir skipuð dómari við Landsrétt
Ingibjörg Þorsteinsdóttir, fyrrum deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, hefur verið skipuð dómari við Landsrétt. Dómsmálaráðherra lagði tillöguna fyrir forseta Íslands og tekur skipunin gildi í dag, þann 12. janúar 2026.
Ingibjörg á að baki farsælan feril á Bifröst. Hún átti stóran þátt í að móta lagadeildina fyrstu ár deildarinnar. Árið 2001 var lagadeild stofnuð við Háskólann á Bifröst. Háskólinn á Bifröst hóf kennslu í lögfræði næstur á eftir Háskóla Íslands en áður hafði ekki verið boðið upp á BS í viðskiptalögfræði. Ólöf Nordal heitinn var fyrsti deildarforsetinn. Ingibjörg tók við keflinu af henni og gegndi embætti deildarforseta á árunum 2001-2005 og aftur árið 2011.
Samhliða stjórnunarstörfum miðlaði hún þekkingu sinni sem lektor frá 2002 og sem dósent frá 2008 til ársbyrjunar 2012, þegar hún hóf störf innan dómstólakerfisins. Hún er því órjúfanlegur hluti lagadeildar Bifrastar.
Ingibjörg Þorsteinsdóttir lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1992 og meistaraprófi í mannauðsstjórnun frá Strathclyde-háskóla í Glasgow árið 2001. Að loknu embættisprófi starfaði hún um hríð hjá sýslumanni en hóf árið 1992 störf í fjármálaráðuneytinu og starfaði þar til ársins 1999, þar af tvö ár sem staðgengill skrifstofustjóra. Árin 1995 til 1997 var hún fulltrúi fjármálaráðuneytisins í sendinefnd Íslands hjá Evrópusambandinu.
Í mars 2012 var hún sett sem héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og gegndi því embætti þar til hún var skipuð héraðsdómari í byrjun árs 2013. Þá var hún skipuð dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur í maí 2021 og hefur gegnt þeirri stöðu síðan. Hún hefur sjö sinnum tekið sæti sem varadómari í Hæstarétti Íslands. Þá hefur Ingibjörg setið í opinberum stjórnum og nefndum, þar á meðal sem formaður kærunefndar greiðsluaðlögunarmála, í stjórn Fjármálaeftirlitsins og í landskjörstjórn og yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður. Ingibjörg sat í stjórn Dómarafélags Íslands frá 2014 til 2019, þar af sem formaður félagsins frá 2017 til 2019.
Við óskum Ingibjörgu innilega til hamingju með skipunina.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta