6. mars 2023
IN SITU gerir framtíðina spennandi
Framtíðin er spennandi. Svo hljóðar yfirskriftin á spennandi menningarmóti sem íbúum á Vesturlandi er boðin aðild að á vegum IN SITU verkefnisins á Bifröst, þann 11. mars nk. kl. 13:00-17:00.
Fyrir þá sem vilja þiggja er jafnframt kvöldverður í boði og lýkur kvölddagskrá menningarmótsins kl. 21:00.
Eru allir sem búa á Vesturlandi og langar að taka þátt í að móta framtíð landshlutarins hvattir til að koma á Bifröst og taka þátt í þessu áhugaverða menningarmóti.
Erna Kaaber aðalrannsakandi IN SITU sagði frá verkefninu í skemmtilegu viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun og hvatti fólk til að skrá sig hér.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta