Ímyndarskýrsla Vesturlands 2023 26. maí 2023

Ímyndarskýrsla Vesturlands 2023

Út er komin Ímyndarskýrsla Vesturlands 2023. Er hún unnin af starfsmönnum rannsóknaseturs í byggða- og sveitarstjórnarmálum, þeim Bjarka Þór Grönfeldt og Vífli Karlssyni.

Tildrög skýrslunnar eru þau að Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi fólu Háskólanum á Bifröst að framkvæma rannsókn sem hefði það að megin viðfangsefni að meta ímynd Vesturlands sem búsetuvalkosts og valkosts í ferðamennsku.

Send var út spurningakönnun á netinu og hátt í 1300 þátttakendur tóku þátt, sem er býsna góð þátttaka. Í skýrslunni er unnið úr þeim gögnum og farið í saumana á því hver ímynd Vesturlands sé í augum annarra íbúa á landinu, gagnvart búsetu, ferðaþjónustu og samfélagi.

Helstu niðurstöðurnar eru þær að ímynd Vesturlands sem áhugaverðs ferðamannastaðar og álitslegs búsetuvalkosts stendur sterkt, og farið er í saumana á því hvað einstök svæði innan landshlutans geta gert til að styrkja sína stöðu.

Markmiðið með skýrslunni er að hún nýtist sveitarfélögum á Vesturlandi, sem og ferðaþjónustunni í landshlutanum. Sambærileg skýrsla var síðast gefin út árið 2007 og er gerður samanburður á niðurstöðum milli ára þar sem því er við komið.

Sjá skýrsluna (pdf)

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta