Í hvaða nám langar þig? 23. maí 2023

Í hvaða nám langar þig?

Fagstjórar við Háskólann á Bifröst bjóða upp á sannkallaða kynningarveislu þessa vikuna. Í boði eru kynningarfundur um einstakar námslínur, í opnu streymi á FB vef háskólans.

Spurningin er bara sú, hvaða nám þig langar til að kynna þér.

Í boði eru kynningar á bæði grunn- og meistaranámi við háskólann. 

Við hófum yfirferðina í gær, mánudag, á BA námi í opinberri stjórnsýslu og í dag var svo röðin komin að meistaranámi í markaðsfræði og BA nám/diplómu í skapandi greinum. 

Kynningarfundirnir veita frábært tækifæri til að kynnast betur einstökum námslínum ásamt þeirri sérstöðu sem nám við Háskólann á Bifröst hefur.

Upptökur og næstu fundi má nálgast hér á viðburðayfirliti FB vef háskólans.

Umsóknarfrestur við Háskólann á Biförst er til og með 31. maí nk.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta