Þorsteinn Sigurðsson,  Margrét Jónsdóttir Njarðvík, Ólafur Ögmundsson, Sigrún Perla Gísladóttir og Brynja Þorgeirsdóttir á matvælaþingi í dag.

Þorsteinn Sigurðsson, Margrét Jónsdóttir Njarðvík, Ólafur Ögmundsson, Sigrún Perla Gísladóttir og Brynja Þorgeirsdóttir á matvælaþingi í dag.

22. nóvember 2022

Hvað verður í matinn á morgun?

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, opnaði Matvælaþing í Silfurbergi í Hörpu nú í morgun. Þingið er nú haldið í fyrsta sinn og munu þar koma saman undir einu þaki fulltrúar allra þeirra greina sem koma að framleiðslu, vinnslu og dreifingu matvæla á Íslandi.

Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, tók þátt í pallborðsumræðum um stöðu og framtíðarhorfur í matvælaframleiðslu. Yfirskrift umræðanna var Hvað verður í matinn á morgun? - Horft til framtíðar. Þátt tóku auk Margrétar, Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, Ólafur Ögmundarson, lektor við Matvæla og næringarfræðideild HÍ og Sigrún Perla Gísladóttir, frá ungum umhverfissinnum. 

Þess má svo geta að á þinginu kynnti matvælaráðherra drög að matvælastefnu fyrir Ísland, en þinginu er einmitt ætlað að vera vettvangur fyrir umræðu um og rýni á slíka stefnu.

Aðalerindi þingsins fluttu ásamt matvælaráðherra Olga Trofimtseva, fyrrum landbúnaðaráðherra Úkraínu og Pete Ritchie, framkvæmdastjóri samtakanna Nourish Scotland.

Þá fór fram fjöldi áhugaverðra pallborðsumræðna, auk pallborðsins sem rektor Háskólans á Bifröst var þátttakandi að. Umræðurnar áttu það allar sammerkt að taka með beinum eða óbeinum hætti á matvælastefnu fyrir Ísland. Stjórnandi ráðstefnunnar var Brynja Þorgeirsdóttir.

Nánari upplýsingar:

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta