Hlynur nýr formaður
Hlynur Finnbogason hefur tekið við formannskeflinu af Friðjóni B. Gunnarssyni í stjórn Nemendafélags Háskólans á Bifröst.
Friðjón baðst nýlega lausnar og tók Hlynur, sem er varaformaður félagsins, við af honum er stjórn hafði samþykkt beiðni fráfarandi formanns.
Nýja hlutverkið leggst vel í Hlyn, sem mun að sögn leggja áherslu á að halda áfram því góða uppbyggingarstarfi sem stjórnin hefur starfað að, en á meðal þess sem unnið hefur verið að er treysta innri samskipti og virkni félagsins gagnvart nemendum og lýðræðislegar undirstöður félagsins með endurskoðun á lögum þess.
„Þetta leggst bara vel í mig. Við munum halda því góða starfi áfram sem stjórnin markaði sér. Félagið hefur eflst verulega síðustu misseri og við viljum sjá það dafna enn frekar og vaxta,“ segir Hlynur.
Friðjón víkur úr stjórn félagsins af persónulegum ástæðum og skilur að sögn Hlyns eftir sig stórt skarð. Vill stjórnin koma á framfæri þakklæti sínu við Friðjón fyrir frábært framlag hans sem formaður.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta