Njörður í Tjarnarbíó í morgun á spjallfundi SL - sjálfstæðs sviðslitafólks og leikhúsa.

Njörður í Tjarnarbíó í morgun á spjallfundi SL - sjálfstæðs sviðslitafólks og leikhúsa.

8. maí 2024

Hið fullkomna par?

Eru menningarstjórnendur með meistarapróf frá Háskólanum á Bifröst og sjálfstætt starfandi sviðslistafólk hið fullkomna par? Njörður Sigurjónsson var gestur í morgunspjalli SL, samstarfsvettvangs sjálfstæðs sviðslistafólks og leikhúsa, í Tjarnarbíó í morgun og tók þar þátt í umræðum um hvort og þá hvernig menntun í menningarstjórnun nýtist þessu ört vaxandi listgreinasviði.

Slík samleið lista og menntunar, eða parið fullkomna, gæti jafnvel verið meiri en margan grunar, að sögn Njarðar, en eins og umræður á fundinum endurspegluðu á margan hátt vel, þá þarf sviðslistafólk að verja drjúgum hluta vinnutímans, ekki í listsköpun, heldur ígildi meistaranáms í opinbera styrkjakerfinu. Á sama tíma væru meistaranemar í menningarstjórnun margir hverjir að leita sér að spennandi verkefnum að námi loknu.  

Umræður fóru víða á fundinum, enda umfjöllunarefnin mörg og víðfeðm. Auk þess sem rætt var um hlut stjórnunarmenntunar á borð við meistaranám í menningarstjórnun að framgangi sjálfstæðu senunnar í sviðslistum, var einnig fjallað um umhverfi sjálfstæðu leikhópanna og hvernig bregðast megi við breytingum á því. Þá var jafnframt komið inn á markaðsmál, menningarstefnu og hlutverk opinberra aðila og einkaaðila gagnvart stuðningi við senuna. 

Síðast en ekki síst leit fundarfólk til framtíðar og þá einum til Sviðslistalandsins Íslands, stöðu þess og möguleika til þróunar. 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta