2. nóvember 2022

Hátíðarkvöldverður grunnnema

Davíð Helgason, frumkvöðull og fjárfestir í grænum lausnum, er heiðurgestur hátíðarkvöldverðar grunnnema, sem fram fer 12. nóvember nk. í Kringlunni á Bifröst. 

Davíð Helgason flutti um mitt þetta ár til Íslands aftur, eftir að hafa hagnast um verulegar fjárhæðir í tölvuleikjabransanum. Hann stofanði í framhaldinu fyrirtækið Transition Labs, ásamt Kjartani Erni Ólafssyni frumkvöðli og tæknifjárfesti, en þeir félagar stefna að því að gera Ísland að suðupunkti loftslagsverkefna á heimsvísu og færa heiminn með því nær markmiðum um sjálfbæra framtíð.

Þá á Davíð jafnframt fjárfestingafyrirtækið Foobar, sem sérhæfir sig í langtímafjárfestingum í nýjum tæknilausnum sem byggja á því að draga úr koltvísýringsmengun andrúmsloftsins.

Það vakti mikla athygli þegar Davíð seldi stærstan hlut sinn í Unity, hugbúnaðarfyrirtæki sem hann stofnaði á sínum tíma í Danmörku og stýrði, fyrir milljarða króna. Um mitt þetta ár flutti hann svo milljarðana heim, eins og það var orðað í fjölmiðlum og stofnaði eitt umsvifamesta fjárfestingafélag landsins.

Óhætt er að fullyrða að Davíð sé glæsileg fyrirmynd á mörgum sviðum, s.s. nýsköpunar, fjárfestinga og grænna framtíðarlausna.

Tryggðu þér miða á hátíðarkvölverðin

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta