Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor, klæddist íslenska þjóðbúningnum í tilefni dagssins.
16. júní 2023Hátíð hjá Háskólanum á Bifröst
Alls voru 125 nemendur brautskráðir á háskólahátíð Háskólans á Bifröst, sem fram fór í Hjálmakletti í Borgarnesi í dag, þar af voru 83 konur og 42 karlar. Af háskólastigi útskrifuðust 110 nemendur og úr háskólagátt Háskólans á Bifröst 15 nemendur.
Eftirvænting var í lofti er rektor og deildarforsetar brautskráðu nemendur, sem þáðu sína rós hver í tilefni dags.
Það gerði svo brautskráninguna óneitanlega enn hátíðlegri en ella að rektor og deildarforseti félagsvísindadeildar skörtuðu þjóðhátíðarbúningi, sem þótti vel við hæfi í ljósi þess að háskólahátíðin ber að þessu sinni upp á sjálfum þnefjóðhátíðardeginum, 17. júní.
Í brautskráningarræðu sinni óskaði rektor útskriftarefnum til hamingjnu með frábæran árangur. Þau væru nú að ganga um eitt af hliðum lífs þeirra, hlið sem gæti gefið þeim mikilvæg tækifæri til aukins persónulegs þroska og metorða.
Þá þótti rektor ekki síður ánægjulegt að sjá hversu fjölbreyttan hóp útskriftarefnin mynduðu þvert á aldur og búsetu á landinu, sem segði meira en margt annað um mikilvægi þess að vandað háskólanám standi til boða í fjarnámi.
Af þeim 110 nemendum sem brautskráðust í dag, voru 33 úr félagsvísindadeild, 15 úr lagadeild og 62 úr viðskiptadeild. Þá luku að þessu sinni 49 nemendur grunnnámi og 51 nemendandi meistaranámi við háskólann.
Að vanda voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur í hverri deild í grunnnámi og meistaranámi, auk þess sem dúx háskólagáttar var einnig verðlaunaður.
Viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárnagu hlutu Steinunn Vilmarsdóttir, Elísabet Kjartansdóttir, Kristín Þorvaldsdóttir, Brynjar Óskarsson, Einar Freyr Elínarson, Silja Stefánsdóttir og
Gunnsteinn Björnsson.
Þá fengu eftirtaldir nemendur skólagjöld niðurfelld fyrir framúrskarandi námsárangur: Ásdís Inga Haraldsdóttir, Guðríður Sunna Erlingsdóttir og Hugrún Diljá Þorgeirsdóttir og bætast nöfn þeirra ásamt áðurnefndum verðlaunahöfum því einnig við Bifrastarlistann.
Þess má svo geta að háskólahátíðin fór að þessu sinni fram í Hjálmakletti, eins og áður segir, húsnæði Menntaskóla Borgarfjarðar og er þetta í fyrsta sinn sem háskólinn heldur hátíðina þar. Aðdragandi þess er sá að aðalbyggingu háskólans á Bifröst hefur verið lokað tímabundið vegna myglu sem þar greindist nýlega. Kann Háskólinn á Bifröst Borgarbyggð miklar þakkir fyrir að rýma til í þjóðhátíðardagskrá sveitarfélagsins fyrir háskólahátíðinni.
Háskólahátíðin fór fram í beinu streymi. Sjá má upptöku hér.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta