Margrét Jónsdóttir Njarðvík ásamt Sævari Kristinssyni, forseta Rotary Reykjavík Miðborg, á fundi klúbbsins í gær.

Margrét Jónsdóttir Njarðvík ásamt Sævari Kristinssyni, forseta Rotary Reykjavík Miðborg, á fundi klúbbsins í gær.

17. september 2024

Háskólinn á Bifröst rokkar

Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, var boðið af félögum í Rotary miðborg að segja frá þeim viðsnúningi sem orðið hefur hjá háskólanum á undanförnum fjórum árum, en rekstur hans hafði fram að því verið þungur eða allt frá hruni árið 2008. 

Erindi sitt nefndi Margrét „Háskólinn á Bifröst rokkar“ og er óhætt að segja að sú yfirskrift kjarni ágætlega þann góða takt sem náðst hefur í starfseminni allt frá því að  háskólinn stóðst með láði gæðaúttekt í desember 2022, en um það leyti sem hún tók við sem rektor árið 2020 lá fyrir, að vinna þyrfti markvisst að umbótum í háskólastarfinu eftir forskrift gæðakerfis háskóla.

Margrét játaði jafnframt að það hafi komið sér ánægjulega á óvart þegar henni barst nú nýlega bréf frá Creditinfo þess efnis, að Háskólinn á Bifröst hefði verið valinn eitt af fyrirmyndar fyrirtækjum ársins, en einungis 2% íslenskra fyrirtækja uppfylla að jafnaði þau skilyrði sem þarf til að komast í þennan eftirsóknarverða flokk. 

Þetta einstaka ferðlag, sem hefur fleytt Háskólanum á Bifröst upp í flokk framúrskarandi háskóla, þakkar Margrét fyrst og fremst frábærum starfsmannahópi. „Til að komast heilu og höldnu á áfangastað, skiptir öllu máli að hafa starfsfólk um borð, sem er reiðbúið að taka höndum saman og vinna samhent að þeim árangri sem stefnt er að.“

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta