Háskólinn á Bifröst fullsetinn
Háskólinn á Bifröst hefur notið mikilla vinsælda og var metaðsókn þetta haustið sem veldur því að skólinn er nú fullsetinn. Af þeim sökum verður ekki unnt að bjóða upp á nýskráningar í hefðbundið grunn- og meistaranám á vorönn. Þrátt fyrir það eru fjölbreytt tækifæri í boði fyrir þá sem vilja bæta við sig einingabærri þekkingu og færni, því Endurmenntun Háskólans á Bifröst býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða sem henta öllum sem vilja bæta við þekkingu sína eða taka fyrsta skrefið inn í háskólanám.
Nemendafjöldi Bifrastar hefur nærri þrefaldast og hefur aðsóknin aldrei verið meiri í nám við háskólann. Þessi mikla eftirspurn undirstrikar sterka stöðu háskólans sem einn helsti valkosturinn þegar kemur að háskólanámi, þar sem áherslan er á gæði menntunar og forystu í fjarnámi.
Fjölbreytt úrval námskeiða hjá Endurmenntun Háskólans á Bifröst
Námskeiðin hjá Endurmenntun eru hönnuð með það í huga að veita nemendum hagnýta færni á sérsviðum, auk þess að vera í fullu samræmi við háskólastig. Sérhvert námskeið gefur 6 ECTS einingar sem hægt er að nýta á bæði grunnstigi og meistarastigi. Því er hér frábær valkostur fyrir þá sem vilja:
- Uppfæra þekkingu sína á tilteknu sviði.
- Byggja upp viðbótarfærni til að styrkja starfsferilinn.
- Taka fyrsta skrefið inn í háskólanám án skuldbindingar við fulla námsleið.
- Strengja áramótaheit sem felur í sér að lifa í stöðugum vexti.
Sveigjanlegt nám sem hentar öllum
Einn helsti kostur námskeiðanna hjá Endurmenntun er sveigjanleiki þeirra. Öll námskeiðin eru í boði sem fjarnám, sem gerir þátttakendum kleift að læra hvar og hvenær sem þeim hentar. Fjarnám er frábær kostur, sérstaklega fyrir þá sem eru í fullu starfi, eða búa utan höfuðborgarsvæðisins, þar sem það tryggir jafnan aðgang að menntun fyrir alla, óháð búsetu eða aðstæðum.
Næstu námskeið
Núna er einmitt tíminn til að skoða úrval námskeiða sem eru í boði hjá Endurmenntun Háskólans á Bifröst. Námskeiðin eru sniðin til að mæta þörfum nemenda og um leið að styrkja þá til framtíðar.
Nánari upplýsingar um námskeiðin og skráningu er að finna á heimasíðu skólans Endurmenntun - Háskólinn á Bifröst .
Verið velkomin í Háskólann á Bifröst!
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta