Háskólinn á Bifröst á Vísindavöku
Háskólinn á Bifröst verður með vísindamiðlun bæði í sýningarsal og fyrirlestrarsal á Vísindavöku í Laugardalshöll nk. laugardag.
Í sýningarsal verður kynning á starfsemi háskólans og helstu sérstöðu, en í fyrirlestrarsal verða á hinn bóginn þau Anna Hildur Hildibrandsdóttir og dr. Eiríkur Bergmann með sitt hvort erindið.
Í erindi sínu kynnir Anna Hildur yfirstandandi rannsóknarverkefni IN SITU, sem skoðar menningarlegt frumkvöðlastarf og stjórnhætti innan skapandi greina í evrópskum landsbyggðum. Á Ísland beinist verkefnið að Vesturlandi og greinir leiðir fyrir þá sem starfa innan skapanda greina til að auka samkeppnishæfni og sjálfbærni á svæðum utan þéttbýlis. Undirliggjandi í rannsókninni er sú tilhneiging sem virðist vera til staðar, að vanrækja landsbyggðir sem uppsprettu nýsköpunar ásamt takmörkuðum skilningi á áhrifum skapandi greina á félagslega og efnahagslega þróun í dreifbýli.
Erindi Eiríks er af nokkuð öðrum toga, en þar verður sjónum beint að mismunandi bylgjum þjóðernispopúlisma sem gengið hafa yfir Veturlönd síðastliðna hálfa öld eða svo. Eiríkur mun m.a. fjalla um þær þjóðernishugmyndir, popúlisma, upplýsingaóreiðu og samsæriskenningar sem hafa verið áberandi í vestrænni þjóðfélagsumræðu, og raunar um allan heim, sé því að skipta. Ræturnar liggja þó mun dýpra og hann spyr þess vegna hvað hafi valdið þessari þróun og með hvaða afleiðingum.
Auk sýningarinnar á laugardag verður fjöldi áhugaverðra viðburða í boði nánast alla þessa viku. Sjá nánar hér.
Vísindavaka er árviss viðurður sem Rannís heldur utam um. Sjá nánar hér.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta