Frú Vigdís Finnbogadóttir hyllt við heimili sitt árið 1980, þegar úrslit forsetakosninga lágu fyrir.

Frú Vigdís Finnbogadóttir hyllt við heimili sitt árið 1980, þegar úrslit forsetakosninga lágu fyrir.

2. nóvember 2021

Góðan daginn, frú forseti

Það er ekki á hverjum degi sem íslenskar óperur eru frumsýndar. Nýlega var einni slíkri hleypt af stokkunum, óperan Góðan daginn, frú forseti eftir Alexöndru Chernyshova, sópransöngkonu, tónskáld og nemenda í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst.

Óperan er í þremur þáttum, samin fyrir 11 einsöngvara, kór og hljómsveit og gerir lífi og starfi frú Vigdísar Finnbogadóttur skil. Með smíði óperunnar vill tónskáldið gefa konum og körlum innblástur út frá sögu merkilegrar konu og þeirra atburða sem urðu til þess að frú Vigdís náði kjöri sem þjóðarleiðtogi, fyrst kvenna í heimi.

Alexandra var valin í hóp 10 framúrskarandi ungra Íslendinga árið 2014 fyrir framlag sitt til menningar á Íslandi og árið 2020 fekk hún menningarverðlaun Reykjanesbæjar.

Auk þess sem Alexandra hefur lagt stund á meistaranám í menningarstjórnun við Bifröst, þá hefur hún m.a. lokið M.Mus gráðu frá Listaháskóla Íslands, M.Ed. frá Háskólanum í Kiev og meistaragráðu í óperusöng og söngkennaraprófi frá Odessa tónlistarakademíunni og Kiev Glier High Music College.

Þetta er ekki fyrsta óperuverkið sem Alexandra kemur að. Fyrsta frumsamda ópera Alexöndru og Guðrúnar Ásmundsdóttur Skáldið og Biskupsdóttirin hlaut árið 2020 1. sæti í alþjóðalegri tónskáldakeppni Isaak Dunajevskiy í Moskvu og lagið Ave María úr sömu óperu komst á topp tíu listaí alþjóðlegu tónlistarkeppninnar World Folk Vision.

Þá fékk á þessu ári óperuballet fyrir börn og fullorðna eftir Alexöndru Chernyshovu, Ævintýrið um norðurljósin, við handrit mömmu hennar, Evgeniu, Grand Prix í Art festival “Aurora” í Stokkhólmi.

Þess má svo geta að auk tónlistarinnar samdi Alexandra einnig handrit óperunnar. Þá eru sungin ljóð eftir Sigurður Ingólfsson, Hannes Hafstein, Ástu Björku Sveinbjörnsdóttur, Alexöndru Chernyshova, Þórhall Barðason og Elísabetu Þorgeirsdóttur. 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta