Anna Hildur, lektor og fagstjóri og Margrét, rektor ásamt Andreu Eik og Daníel, nemendum í skapandi greinum Í LHÍ í dag.

Anna Hildur, lektor og fagstjóri og Margrét, rektor ásamt Andreu Eik og Daníel, nemendum í skapandi greinum Í LHÍ í dag.

2. mars 2024

Góð aðsókn á háskóladeginum

Á háskóladeginum hefur Háskólinn á Bifröst undanfarin ár kynnt námsframboð sitt í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík.

Að þessu sinni var HB svo einnig og jafnframt í fyrsta sinn með kynningu í Listaháskóla Íslands.

Það er síðan til marks um breiddina í námsframboðinu, að Háskólinn á Bifröst eigi einnig erindi í LHÍ, en áherslan þar var fyrst og fremst á skapandi greinum, sem eru í boði á Bifröst bæði til BA gráðu og diplómu. Einnig kom menningarstjórnun nokkuð við sögu og þá aðallega fyrir lengra komna með áhuga á meistaranámi.

Að vanda var glatt á hjalla á háskóladeginum. Aðsókn var góð og á heildina litið mun meiri en áður hjá Háskólanum á Bifröst. Væntanlega hefur það haft einhver áhrif, að tilkynnt var nú fyrir helgi að skólagjöld yrðu lögð niður, frá og með næsta hausti, við skólann.

Af nýjungum sem Háskólinn á Bifröst kynnti í ár má nefna  Öryggisfræði og almannavarnir, sem er nýtt og áhugavert BA nám í félagsvísindadeild og hjá viðskiptadeildinni er nú einnig í boði viðskiptafræði með áherslu á samfélagsmiðlamarkaðssetningu. Eru kjörsviðin eða áherslurnar í viðskiptafræðinni þá orðin átta talsins.

Þá hefja stjórnvísindi nú göngu sína við Háskólann á Bifröst. Þetta er klassískt BA nám í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði, sem hefur verið kennt til fjölda ára aðeins við Háskólann á Bifröst sem HHS. Námslínan hefur nú hlotið nýtt heiti sem endurspeglar á margan hátt betur inntak hennar og skyldleika við svipaðar námslínur í norrænum háskólum.

Háskólinn á Bifröst kann samstarfsaðilum sínum í háskólunum á höfuðborgarsvæðinu góðar þakkir fyrir samstarfið á háskóladeginum.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta