Frá undirritun samnings Háskólans á Bifröst við háskólaráðuneyti um niðurfellingu skólagjalda í dag.

Frá undirritun samnings Háskólans á Bifröst við háskólaráðuneyti um niðurfellingu skólagjalda í dag.

2. mars 2024

Skólagjöld felld niður

Þau merku vatnaskil hafa orðið í sögu Háskólans á Bifröst að innheimta skólagjalda heyrir nú sögunni til. Í stað þeirra greiða stúdentar skráningargjald, eins og tíðkast hjá opinberu háskólunum.

Samningar þessa efnist tókust nýlega á milli Háskólans á Bifröst og háskólaráðuneytisins. Aðdragandi málsins er sá að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskólaráðherra, bauð nýlega sjálfstætt starfandi háskólum óskert fjárframlög úr ríkissjóði gegn niðurfellingu skólagjalda, en fram til þessa hafa þeir fengið 75% af framlögum ríkisháskólanna.

Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor: „Óhætt er að segja að við séum í skýjunum. Þetta er virkilega stór stund. Ekki aðeins hefur jafnræði á milli háskóla landsins aukist með auknu valfrelsi nemenda, heldur hefur einnig verið stigið risavaxið skref í sögu Háskólans á Bifröst, sem hefur fram að þessu starfað að stórum hluta á grundvelli skólagjalda. Með því að fella skólagjöldi niður erum við að opna dyrnar að hágæðafjarnámi upp á gátt fyrir alla óháð aldri, atvinnuþátttöku eða búsetu, svo að nokkrir þættir séu nefndir sem hamlað geta námi. Með þessari aðgerð er því ekki síður verið að ná fram auknu jafnrétti til náms.“

Hlynur Finnbogason, formaður Nemendafélags Háskólans á Bifröst: „Þetta er gríðarlegt fagnaðarefni fyrir alla sem stunda eða munu stunda nám við Háskólann á Bifröst. Greiðsla skólagjalda tekur fjárhagslega í, eins og gefur að skilja og lengir í mörgum tilvikum námið hjá þeim nemendum sem eru í fullri vinnu með náminu. Þetta opnar því nýja möguleika og á eflaust eftir að efla stöðu fjarnámsins, sem er alveg nauðsynlegt að okkar mati.“

Frá undirskrift samnings um niðurfellingu skólagjalda við Háskólann á Bifröst

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta