Samtal um skapandi greinar á Bifröst, Brynja Þóra Guðnadóttir, hönnuður.

Samtal um skapandi greinar á Bifröst, Brynja Þóra Guðnadóttir, hönnuður.

31. ágúst 2021

Getum við hannað byggingar okkar þannig að þær verði hluti af vistkerfinu?

Laugardaginn 4. september nk. heldur hönnuðurinn Brynja Þóra Guðnadóttir fyrirlestur við Háskólann á Bifröst um frumkvöðlaverkefni sem hún stendur að í sjálfbærum arkitektúr, heilsusamlegum efnum og nýsköpun á sviði byggingarlistar. Fyrirlesturinn verður sendur út í opnu streymi kl. 12:30 – 13:30.  

Í fyrirlestrinum verður m.a. fjallað um hugmyndafræði sjálfbærs arkitektúrs og notkun náttúrulegra lausna í húsahönnun. Brynja hannar um þessar mundir byggingu á vistvænu húsi á lóð í Þingvallasveit. Ferlið verður um leið bæði tilraun og rannsókn á sjálfbærum arkitektúr í framkvæmd.

Hringrásarhugsun í húsahönnun verður gerð sérstök skil, hvernig vatn er endurunnið og þjappaður jarðvegur úr nærumhverfi nýttur sem aðalbyggingarefni og einnig hvernig orkuþörf í húshitun lágmörkuð, svo að dæmi sé tekin.

Þá verður vikið að heilsusamlegum byggingarefnum og í hve miklum mæli hættuleg efni eru notuð í húsgögn og innréttingar. Einnig mun Brynja koma inn á þá nýsköpun og miklu gerjun sem er að eiga sér stað á meðal hönnuða hjér á landi í sjálfbærri byggingarlist.

Fyrirlesturinn er liður í samtali um skapandi greinar á vegum Háskólans á Bifröst  og verður í opnu streymi á FB síðu skólans. Fyrirlesturinn verður haldinn í Aðalbóli á Bifröst. Nemendur og kennarar á Bifröst eru velkomnir á meðan húsrúm og sóttvarnarreglur leyfa.  

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta