23. nóvember 2023

Gervigreind til hjálpar ungu fólki

Háskólinn á Bifröst tekur þátt fyrir hönd Ísland í alþjóðlega rannsóknarverkefninu „Lost Millenials“ sem lítur að því að kortleggja stöðu NEET-hópsins svokallaða (Not in Employment, Education or Training). Áhersla verkefnsins er þannig á ungt fólk á aldrinum 18-25 ára, sem hefur dottið út af vinnumarkaði og er ekki í námi.

Bjarki Þór Grönfeldt, lektor og Sævar Ari Finnbogason, aðjúnkt, við Háskólann á Bifröst, hafa undanfarið starfað að verkefninu fyrir hönd Háskólans. Þeir skrifuðu nýverið grein sem birtist í Regional Funds Online Magazine, en í því birtast fréttir og greiningar í tengslum við áhersluverkefni styrkt af EFTA-samstarfi Íslands, Noregs og Liechtenstein.

Í greininni fjalla Bjarki og Sævar um þær áskoranir og tækifæri sem hröð þróun gervigreindar felur í sér fyrir NEET-hópinn. Mikilvægt er að huga að því að gervigreind sé innvikluð í kennslu, þjálfun og námskeið fyrir þennan hóp svo að ekki myndist dýpri gjá í tækniþekkingu en þegar er. Þá býður gervigreind upp á meiri sveigjanleika í því hvenær fólk getur hafið nám, en hið hefðbundna annafyrirkomulag setur skorður sem netnámskeið stutt af gervigreind kemst framhjá. Mikilvægt sé að nægt framboð sé af slíkum netnámskeiðum sem hluta af einingarbæru örnámi sem fólk getur tekið með sér.

Sjá greinina (bls. 64)

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta