Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, hóf hátíðina á því að bjóða gesti velkomna.

Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, hóf hátíðina á því að bjóða gesti velkomna.

9. nóvember 2022

Geggjað gaman

Óhætt er að segja að ósvikin gleði hafi verið við völd á hátíðarkvöldverði meistaranema og háskólagáttar, sem fór nýverið fram í Kringlunni á Bifröst. Mæting var góð og báru kvöldverðargestir glöggt með sér að það er gaman að skemmta sér saman á Bifröst.

Hápunktar kvöldsins voru nokkrir. Bjarki Þór Grönfeldt, lektor og veislustjóri, lék við hvern sinn fingur í skálum kvöldsins og að kvöldverði loknum var frábær kósýstund með trúbador við arininn í Kringlunni í boði Nemendafélags Háskólans á Bifröst.

Þá mátti nánast heyra saumnál detta þegar heiðursgestur kvöldsins flutti ávarp sitt, Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, fjárfestir og baráttumaður fyrir jafnrétti fatlaðs fólk.

Það styttist síðan óðfluga í hátíðarkvöldverð grunnnema, þann 12. nóvember nk. Enn eru nokkrir miðar lausir.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta