Gamlar og góðar minningar rifjaðar upp 10. maí 2022

Gamlar og góðar minningar rifjaðar upp

Háskólinn á Bifröst fékk góða gesti í heimsókn, þegar fyrstu árgangarnir á Bifröst sóttu gamla háskólann sinn heim í tilefni af 30 ára útskriftarafmæli.

Þessir fyrstu háskólaárgangar útskrifuðust 1990 og1991 og fögnuðu því 30 ára útskriftarafmæli á dögunum. Sökum heimsfaraldurs varð þó að fresta hátíðarhöldum þar til nú í vor, að júbilantarnir gátu loksins hist og rifjað upp saman gamlar og góðar minningar á Bifröst.

Veg og vanda af skipulagningu ferðarinnar hafði Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir, Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir, Ingólfur Steingrímsson og Sæmundur Guðmundsson. Við þökkum 30 ára júbilöntum Háskólans á Bifröst fyrir skemmtilega heimsókn og óskum þeim til hamingju með útskriftarafmælið.

Þess má svo geta að 1990 árgangurinn gaf sínum Alma Mater listaverk eftir Maríu Möndu Ívarsdóttur sem nefnist Gullmolinn og skreytir nú einn veggja aðalbyggingarinnar á Bifröst. Háskólinn á Bifröst veitti þessari vegleg gjöf viðtöku í tilefni af 20 ára útskriftarafmæli fyrsta háskólaárgangsins.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta