Setið í hverju rúmi. Frá einum af fjölmörgum fyrirlestrum sem voru fluttir í Hjálmakletti og á Hvanneyri í dag.
6. september 2024Fyrsta staðlota vetrarins
Mæting er með besta móti á fyrstu staðlotu vetrarins, sem fer fram í Borgarnesi og á Hvanneyri um helgina. Margt er enda á boðstólum, hvort heldur dagskrá viðskiptafræðinema í Hjálmakletti á í hlut eða nemenda í lagadeild eða félagsvísindadeild, sem verja staðlotunni á Hvanneyri.
Á Hvanneyri í dag eru sem dæmi, Anna Hildur Hildibrandsdóttir og Micheal Hendrix með fyrirlestur í námskeiðinu Hönnunarhugsun og skapandi greinar og Sirrý verður einnig á staðnum með námskeiðið sitt Örugga tjáningu.
Á laugardeginum verður bandaríski varnarmálasérfræðingurinn Gregory Falco með fyrirlestur í námskeiðinu Þjóðaröryggisfræði í íslensku samhengi, en Gregory, sem er lektor við Cornell háskólann í Bandaríkjunum, verður næsta misserið Fulbright-fræðimaður við Háskólann á Bifröst.
Af öðru áhugaverðu má nefna Græna stjórnsýslu, námskeið sem Bergsveinn Þórsson er með og Skapandi og hagnýt skrif í umsjón Hauks Dórs og Unnsteins Manuels. Þá verður Unnar Steinn Bjarndal á ferðinni, bæði á laugardeginum og sunnudeginum vegna námskeiða í sakamálaréttafari og samningarétti.
Hjá viðskiptafræðinni er ekki síður margt á döfinni í Hjálmakletti. Í dag verða sem dæmi Bárður Örn og Vera Dögg með Stafræna markaðssetningu, Brynjar Þór Þorsteinsson verður með þjónustustjórnun og vörumerkjastjórnun og Hanna Kristín Skaptadóttir fjallar um sjálfvirknivæðingu.
Nálgast má allar upplýsingar um staðlotur við Háskólann á Bifröst á Uglu
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta