13. mars 2023

Framúrskarandi gæðastjórnun

Háskólinn á Bifröst stóðst með láði gæðaúttekt Gæðaráðs íslenskra háskóla, sem lauk í desember sl. með eftirfylgniúttekt.

Samkvæmt niðurstöðum úttektarinnar ber Gæðaráðið fullt traust til „starfshátta og getu Háskólans á Bifröst til að tyggja gæði þeirra námsgráða sem hann veitir,“ eins og segir í eftirfylgniúttekt ráðsins.

Þá segir að miklar og jákvæðar breytingar hafi verið gerðar á starfsháttum Háskólans á Bifröst og að starfsmenn, nemendur og ytri hagaðilar hafi unnið gott starf af einurð við að rýna framtíðarsýn, stefnu og stjórnun háskólans. Þá hrósar úttektarteymi Gæðaráðs sérstaklega þeim mikla árangri sem hafi náðst í ljósi tímarammans sem var gefinn til úrbóta.

Gæðastarfi íslenskra háskóla er stýrt af sérstöku gæðaráði sem skipað er erlendum sérfræðingum sem hafa traustan akademískan bakgrunn. Gæðaráð íslenskra háskóla (Quality Board) er með heimasíðuna www.qef.is

Sjá má gæðaúttektina í heild sinni hér

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta