Sigurður Kristófersson netstjóri Háskólans á Bifröst hafði frumkvæði af því að koma upp rafhleðslustöð og fylgdi verkefninu til enda.

Sigurður Kristófersson netstjóri Háskólans á Bifröst hafði frumkvæði af því að koma upp rafhleðslustöð og fylgdi verkefninu til enda.

10. nóvember 2020

Framtíðin flytur inn á Bifröst

Sigurður Kristófersson netstjóri Háskólans á Bifröst hafði frumkvæði af því að koma upp rafhleðslustöð og fylgdi verkefninu til enda. Ljósm. Háskólinn á Bifröst

 

Orkuskipti í samgöngum eru meðal þeirra þátta sem skipta sköpum varðandi þróun loftslagsmála næstu ár og áratugi. Til þess að þau séu framkvæmanleg þarf aðgengi að rafhleðslu á bíla að vera gott og aðstaða sem víðast til að hlaða rafbíla.

Til að mæta þessu geta notendur rafbíla nú hlaðið bíla sína á Bifröst. Á bílastæðinu fyrir aftan gömlu skólabygginguna hefur verið komið upp fjórum hleðslustöðvum á tveimur staurum. Hleðslustöðvarnar eru frá Ísorku og eru 22kW.

Hleðsla kostar 20 kr. á kW-stundina en það verð er með því lægsta sem þekkist. Fyrstu þrjár klukkustundirnar er ekkert stæðisgjald við staurana en eftir það eru greiddar 5 kr. á mínútu, auk þess sem greitt er fyrir orkuna. Hægt er að greiða fyrir orkuna með Ísorku-lykli eða -appi en starfsfólk skólans getur hlaðið bíla sína sér að kostnaðarlausu. Hleðslustæðin verða merkt með vorinu. Sömuleiðis verður sett upp skilti með gjaldskrá við staurana. Þjónustan er engu að síður þegar til staðar.

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta