Framlengt til 5. júní
Þau sem áttu eftir að senda inn umsókn geta andað léttar, en fresturinn til að sækja um við Háskólann á Bifröst hefur verið framlengdur til og með 5. júní nk.
Borist hefur talsvert af fyrirspurnum varðandi umsóknarfrestinn, en fresturinn rann út á miðvikudag, þann 31. maí. Í ljósi fjölda umsókna og þess mikla áhuga sem er til staða á námi við Háskólann á Bifröst hefur verið ákveðið að framlengja frestinn fram yfir helgi. Umsóknarfresturinn hjá háskólanum verður um leið samræmdur við frestinn hjá öðrum háskólum.
Umsóknum í vor fjölgaði verulega við Háskólann á Bifröst á milli ára. Hversu mikil fjölgunin er, kemur í ljós á næstunni, þegar unnið hefur verið úr öllum umsóknum, en ljóst er að munurinn nemur tugum prósenta.
Við bjóðum alla nýnema velkomna og hlökkum til samstarfsins með þeim næstu misserin.
Nánar um námsframboð við Háskólann á Bifröst
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta