Frábærir nýnemadagar 22. ágúst 2022

Frábærir nýnemadagar

Nýnemadagar fóru fram í vikunni sem leið bæði hjá Háskólagátt Háskólans á Bifröst og grunn- og meistaranemum við háskólann. Nú tekur alvara lærdómsins við hjá nýnemunum.

Mæting var frábær og flykktust nýnemar á Bifröst þessa daga sem kynningar stóðu yfir; eða 13. til 14. ágúst hjá háskólagáttinni og 19. ágúst hjá grunn- og meistaranemum.

Þetta er að sjálfsögðu heilmikill pakki að hefja háskólanám og langar okkur þess vegna til að minna á upplýsingasíðuna fyrir  nýnema á bifrost.is/nynemar. Þá höfum við einnig safnað saman á einn stað svörum við algengustu spurningunum um námið við Bifröst.

Svo má alltaf ráðfæra sig við þjónustuborð háskólans í 433 3000. Ef tæknin er að stríða þá er öll aðstoð vegna þeirra mála veitt á netfanginu hjalp@bifrost.is.

Ljósmyndari og markaðsstjóri Háskólans á Bifröst, James Einar Becker, gerir nýnemadögum góð skil á ljósmyndum sem hafa verið birtar á Facebook-síðu háskólans

Ljósmyndir: grunn- og meistaranemar

Ljósmyndir: háskólagátt

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta