13. september 2022

Frá Kafka til söluvöru

Farah Ramzan Golant, forstjóri fyrirtækjasamstarfsins kyu, heldur erindi í boði Háskólans á Bifröst í fyrirlestraröðinni Samtal um skapandi greinar, næstkomandi fimmtudag, þann 15. september.

Farah hefur átt farsælan feril sem stjórnandi í skapandi greinum, markaðsmálum, framleiðslu auglýsinga og kynningarefnis í Bretlandi og víðar. Hún segist hafa helgað krafta sína skapandi greinum því með sköpunarmættinum megi leysa jafnvel erfiðustu áskoranir, en frá því að Farah hóf störf hjá kyu árið 2018 hefur hún unnið að því að gera tilgangsmiðaða verðmætasköpun að drifkrafti innan atvinnulífsins og samfélagsins í heild sinni.

 Höfuðstöðvar kyu eru í New York og er samstarfsvettvangur eða klasi ólíkra fyrirtækja innan skapandi greina, sem koma t.a.m. úr hönnun, arkítektúr, vörumerkjaþróun, gagnadrifnum fjölmiðlum og hegðunarhagfræði, svo að dæmi séu tekin. Í starfi sínu sem forstjóri segist Farah hafa leitast við að efla tækifæri aðildarfyrirtækja kyu til aukins samstarfs og samvaxtar.

Aðildarfyrirtæki deila þeirri sýn að skapandi samstarf leiði af sér hagnýtar lausnir á flóknum viðfangsefnum, en meginmarkmið kyu er að myndi vettvang fyrir skapandi fyrirtæki sem uppsprettur efnahagslegrar verðmætasköpunar fyrir samfélög. Hvert einstakt fyrirtæki lítur jafnframt á sköpunarkraft sem aflvaka jákvæðra áhrifa fyrir þá aðila sem það þjónar hverju sinni. Fyrirtækin taka svo saman höndum um stærri lykilverkefni sem auðveldað geta hjólum atvinnulífsins að snúast.

Farah er gestafyrirlesari í námskeiði sem er hluti af MA námi í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst. Námskeiðið nefnist Alþjóðleg tækifæri í skapandi greinum og eru kennarar þess Anna Hildur Hildbrandsdóttir og Michael Hendrix. 

Fyrirlesturinn nefnist From Kafka to commercial content: A path of continuous renewal og verður haldinn föstudaginn 16. september nk., kl. 16:00 – 16:45, í opnu streymi frá Bifröst.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta