Forseti viðskiptadeildar rannsakar þjónandi forystu
Sigurður Ragnarsson, forseti viðskiptadeildar við Háskólann á Bifröst, rannsakar nú hvernig þjónandi forysta er iðkuð í þremur bandarískum fyrirtækjum sem þekkt eru fyrir að stunda þjónandi forystu með árangursríkum hætti.
Eitt af þeim fyrirtækjum sem Sigurður hefur heimsótt og rannsakað er TDindustries í Texas en þar tók hann viðtöl við bæði stjórnendur og starfsfólk ásamt því að framkvæma þátttökuathugun. TDindustries er verktaka- og byggingarfyrirtæki sem er afar farsælt og hefur verið á Fortune listanum yfir þau fyrirtæki sem þykir best að starfa fyrir, í tuttugu ár samfleytt.
Unnið er að birtingu greina í tengslum við rannsóknir á fyrirtækjunum. Meðhöfundar Sigurðar eru Dr. Sigrún Gunnarsdóttir, dósent við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst og Dr. Erla Sólveig Kristjánsdóttir, lektor við Háskóla Íslands. Rannsóknin er uppistaða í doktorsritgerð Sigurðar.
Á meðfylgjandi mynd eru Sigurður og Harold McDowall forstjóri TDindustries en hann hefur nýlega verið tilnefndur á topp tíu lista yfir bestu forstjóra í heimi af World in Inc. Magazine Feature.
Þjónandi forysta er ein af akademískum undirstöðum meistaranámsins í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst. Praktísk hugmyndafræði þjónandi forystu rammar inn heildstæða og árangursríka forystu. Lögð er áhersla á heiðarleg samskipti og gott siðferði og eiga allir starfsmenn að geta blómstrað, haft áhrif og rúm er fyrir ólík sjónarmið. Meistaranám í forystu og stjórnun fer allt fram í fjarnámi og geta nemendur stýrt hraða sínum í gegn um námið sem gerir það að verkum að það hentar mjög vel með vinnu. Nánari upplýsingar um meistaranám í forystu og stjórnun má finna hér. Umsóknarfrestur í meistaranám við Háskólann á Bifröst er til 10. desember og hægt er að sækja um hér.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta